Mætti aftur í tattú-kjólnum

Cate Blanchett er ekki með öll þessi tattú.
Cate Blanchett er ekki með öll þessi tattú. AFP

Cate Blanchett vakti athygli fyrir klæðnað sinn á rauða dreglinum í Los Angeles í vikunni. Í fyrstu virtist Blanchett vera komin með fjölmörg tattú, við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að einungis er um skemmtilega hönnun að ræða. 

Blanchett mætti í kjól frá Yacine Aouadi þegar hún heiðraði samstarfsfélaga sinn George Clooney við hátíðlega athöfn. Kjólinn kannast ef til vill einhverjir aðdáendur Blanchett við en hún klæddist sama kjólnum árið 2015 á frumsýningu myndarinnar Carol. 

Cate Blanchett í tattú-kjólnum.
Cate Blanchett í tattú-kjólnum. AFP

Það tók 200 klukkutíma að handsauma það í kjólinn sem líkist tattúum. Vinnan eflaust vel þess virði enda líkist útsaumurinn alvöru tattúum við fyrstu sýn. Tískuhúsið birti mynd á Instagram af Blanchett á kjólnum árið 2015 og árið 2018 og lítur hún glæsilega út í kjólnum. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Blanchett tekur upp á því að endurnýta gamlar flíkur á rauða dreglinum en það sama gerði hún á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir stuttu. Með þessu vill leikkonan vekja athygli á öllum þeim fötum sem er hent og áhrifum sem það hefur á umhverfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál