Piero Lissoni slær ekki feilnótu

Ítalski hönnuðurinn Piero Lissoni hannaði Conservatorium hótelið í Amsterdam frá A-Ö. Að sjá þessa fegurð festa á filmu kveikir upp löngun til ferðalaga. Í raun þurfa hótelgestir ekkert að fara út úr húsi því hótelherbergin eru sérlega vistleg, veitingastaðurinn glæsilegur og vönduð heilsulind fær mestu vinnualka til þess að langa til að slappa af um stund. Í raun gæti hótelið verið staðsett hvar sem er því hótelgestir ættu einmitt að nota tímann til þess að eyða sem mestum tíma inni á hótelinu, ekki utan þess.

Hollendingar eru ákaflega framarlega þegar kemur að hönnun en það verður að segjast eins og er að það toppar enginn Ítalina og alls ekki Piero Lissoni. Hönnun hans er einhver veginn safaríkari og með meiri fyllingu en gengur og gerist.

Á Conservatorium hótelinu er hvergi slegin feilnóta. Hótelið nær að skarta þessum hlýlega blæ sem fólk sækist eftir á hótelum. Og þótt það sé örlítið farið út af brúninni með húsgagnavali og stíliseringu þá verður heildarmyndin alls ekki sjoppuleg heldur tignarleg og umvefjandi.

Dökkt parket, viðarklæddir veggir, svolítið af mottum, stór ljós, opnar bókahillur og hnausþykkar gardínurnar umvefja gestina og búa til eftirsótta stemningu. Það ætti þó ekkert að koma á óvart því Piero Lissoni er þekktur verðlaunahönnuður og hefur hannað húsgögn og innréttingar fyrir Boffi, Cassina, Cappellini og Kartell svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Erfiðara að halda sér í kjörþyngd núna

19:00 Vísindamenn segja að fyrir 30 árum hafi fólk getað borðað meira og æft minna, en engu að síður haldið aukakílóunum í skefjum. Meira »

Einfalt ráð til að gera pítsuna þína hollari, án þess að breyta innihaldi hennar

16:00 Öll elskum við væna sneið af pítsu, en eins og við flest vitum er flatbaka ekki það hollasta sem við látum ofan í okkur.   Meira »

Auddi og Brynja í James Bond símateiti

14:20 Auðunn Blöndal og Brynja Dan voru fersk þegar Sony Mobile kynnti nýjasta James Bond símann í Þjóðmenningarhúsinu.   Meira »

Kolla Bergþórs og Sigurður Gísli mættu

11:23 Myndlistarkonan Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnaði málverkasýningu um helgina. Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurður Gísli Pálmason létu sig ekki vanta. Meira »

Skömm foreldranna bitnar á börnunum

10:00 Það þroskaleysi sem foreldrar upplifa í tengslum við uppeldi barna sinna hefur tilhneigingu til að birtast í formi gremju, reiði, vanrækslu, stjórnsemi, þöggun, fýlu, markaleysi, og ósveigjanleika svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Æskuheimili hertogaynjunnar til sölu

07:00 Æskuheimili Camillu, hertogaynjunnar af Cornwall hefur verið sett á sölu. Húsið, sem staðsett er í Plumton, er gríðarstórt, en þar er að finna sjö svefnherbergi, sundlaug, tennisvöll og aldingarð. Meira »

Innlit hjá Þórunni Pálsdóttur

í gær Í síðustu viku skoðuðum við fataherbergi Þórunnar Pálsdóttur, verkfræðings og fasteignasala, en nú er komið að því að kíkja á heimilið í heild sinni. Meira »

8 frasar sem konur ættu að hætta að segja við hver aðra

Í gær, 23:00 Engar áhyggjur, þú ert líka miklu sætari en hún Þetta er oft sagt við konur sem hafa nýlega hætt í sambandi, eða við konur sem eru hrifnar af manni sem á kærustu nú þegar. Meira »

Kristín Stefáns opnaði nýjan förðunarskóla - MYNDIR

í gær Kristín Stefánsdóttir opnaði Alþjóðlega förðunarskólann Make-up Designory, MUD, með pompi og prakt á föstudaginn og efndi til mikils teitis í húsakynnum skólans á Garðatorgi. Meira »

Fer ein í sund til að núllstillast

í gær Kolbrún Pálína Helgadóttir einn af eigendum Sporthússins heldur utan um spariguggurnar í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Það er ekki úr vegi að spyrja hana út í eigin líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

„Ekki smart að tala um saur“

í gær „Meltingarvandamál og þar með talið hæðgavandamál hafa lengi verið hluti af því sem ég hef verið að takast á við heilsufarslega. Man að í fyrsta sinn sem ég fór til meltingarsjúkdómasérfræðings, þegar ég var ca 17 eða 18 ára, vildi hann bara gefa mér Valium.“ Meira »

Hildur og Sigurjóna í partístuði

í gær Nýherji opnaði Bose rými í verslun sinni í Borgartúni á dögunum en þar er að finna ýmiss konar hljóðbúnað og lausnir frá framleiðandanum. Meðal annars er búið að setja upp sérstakt hljóðdempað rými svo að viðskiptavinir geti upplifað gæðin sem varan býður upp á. Meira »

Viltu glansandi diskóhægðir?

í gær Það er kannski ekki mjög lekkert að tala um hægðir en þær eru engu að síður ákaflega mikilvægur þáttur í lífi hvers manns. Ef hægðirnar eru ekki góðar - þá er voðinn vís. Meira »

Macaroni Milanaise

í gær Auguste Escoffier er einn frægasti ef ekki frægasti matreiðslumaður Frakka í gegnum tíðina. Escoffier, sem var uppi á fyrri hluta síðustu aldar, flokkaði og skráði margar af grunnuppskriftum franska eldhússins og byggði þar ekki síst á Meira »

Nokkrir fróðleiksmolar um geirvörtuna

í gær Allt að 27 milljónir Bandaríkjamanna ert taldir hafa þriðju geirvörtuna einhversstaðar á líkamanum. Margir gera sér ekki grein fyrir því að þeir séu með auka geirvörtu því þær eru oft taldar fæðingablettir eða húðsepar. Meira »

Kynningarmyndband Örnu Ýrar fyrir Miss World

í fyrradag Arna Ýr Jónsdóttir mun taka þátt í Miss World fyrir hönd Íslands en hún var valin Ungfrú Ísland í Hörpu á dögunum.   Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.