Piero Lissoni slær ekki feilnótu

Ítalski hönnuðurinn Piero Lissoni hannaði Conservatorium hótelið í Amsterdam frá A-Ö. Að sjá þessa fegurð festa á filmu kveikir upp löngun til ferðalaga. Í raun þurfa hótelgestir ekkert að fara út úr húsi því hótelherbergin eru sérlega vistleg, veitingastaðurinn glæsilegur og vönduð heilsulind fær mestu vinnualka til þess að langa til að slappa af um stund. Í raun gæti hótelið verið staðsett hvar sem er því hótelgestir ættu einmitt að nota tímann til þess að eyða sem mestum tíma inni á hótelinu, ekki utan þess.

Hollendingar eru ákaflega framarlega þegar kemur að hönnun en það verður að segjast eins og er að það toppar enginn Ítalina og alls ekki Piero Lissoni. Hönnun hans er einhver veginn safaríkari og með meiri fyllingu en gengur og gerist.

Á Conservatorium hótelinu er hvergi slegin feilnóta. Hótelið nær að skarta þessum hlýlega blæ sem fólk sækist eftir á hótelum. Og þótt það sé örlítið farið út af brúninni með húsgagnavali og stíliseringu þá verður heildarmyndin alls ekki sjoppuleg heldur tignarleg og umvefjandi.

Dökkt parket, viðarklæddir veggir, svolítið af mottum, stór ljós, opnar bókahillur og hnausþykkar gardínurnar umvefja gestina og búa til eftirsótta stemningu. Það ætti þó ekkert að koma á óvart því Piero Lissoni er þekktur verðlaunahönnuður og hefur hannað húsgögn og innréttingar fyrir Boffi, Cassina, Cappellini og Kartell svo dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Lesa blaðið hér
Ekki með áskrift?
Skoða áskriftarleiðir
  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Rúnar Freyr eignast dóttur

Í gær, 22:56 Rúnar Freyr Gíslason leikari eignaðist dóttur með sambýliskonu sinni, Guðrúnu Jónu, seinni partinn í dag. Hann er að rifna úr stolti. Meira »

Steinunn Ólína missti áhugann á dauðum hlutum

Í gær, 20:00 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og ritstjóri Kvennablaðsins missti allan áhuga á húsgögnum, bollastellum og veraldlegum hlutum þegar hún flutti til Bandaríkjanna fyrir þónokkrum árum. Þegar hún er spurð að því hvers vegna þetta hafi gerst segir hún að það sé vegna bindingarinnar. Meira »

Dóttir Johnny Depp geislaði

Í gær, 18:00 Lily-Rose Depp, Beyoncé, Indía Salvör, Alexa Chung, Lily Collins, Dakota Johnson, Julianne Moore, Nicola Peltz, Dylan Penn, Phoebe Tonkin og sjálfur Pharrell Williams. Þvílíkur gestalisti! Meira »

Prófuðu kynlífsstellingar á götum New York

Í gær, 15:00 Par á vegum Cosmopolitan skelltu sér á dögunum í leiðangur um New York borg. Þau klæddu sig upp í húðlitaða heilgalla og tóku með sér teppi og kodda. Svo prófðuðu þau ýmsar óvenjulegar kynlífstellingar fyrir framan gangandi vegfarendur. Meira »

Endurfædd eftir líkamsárás

Í gær, 12:00 Sara María Júlíudóttir varð fyrir skelfilegri líkamsárás fyrir tæpu ári. Í kjölfarið fór hún að stunda hugleiðslu, breytti um lífsstíl og stefnir nú til Barcelona með dóttur sinni þar sem þær ætla að selja Herbalife. Árásarmaðurinn fékk þriggja ára dóm. Meira »

Atvinnulaus með barn lætur hlutina gerast

Í gær, 10:49 Hver opnar verslun 1. apríl? Jú, engin önnur en Tobba Marinósdóttir. Hún fékk ógeð á flíspeysufréttum og stormum og ákvað að taka málin í sínar hendur. Meira »

Frozen hárbókin fær verðlaun hjá Disney

Í gær, 09:41 „Frozen hárbókin hefur sannarlega slegið í gegn og samstarf Eddu við Disney hefur gengið betur en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona. Við fengum Marketing Excellence verðlaunin frá þeim árið 2009 og nú bætast þessi verðlaun við ... Meira »

Svona gerirðu þér upp glútenóþol

Í gær, 10:00 Að vera með glútenóþol hefur hingað til verið lúxus þeirra fáu útvöldu sem ekki þola glúten. Með þessu kennslumyndbandi í hvernig á að gera sér upp glútenóþol kennir grínistinn JP Sears áhorfendum hvernig á að þykjast vera með glútenóþol og kunna alla réttu frasana. Meira »

Körlum frekar fyrirgefið að verða gamlir og hrukkóttir

Í gær, 07:00 „Einn þrautseigasti fréttaþulur landsins er Edda Andrésdóttir. Hún er lífsreynd eins og ég og við lásum lengi fréttir saman og ég vona að hún lesi fréttir sem lengst. Það er samt þannig í þessum bransa ... Meira »

Ítalskt páskalamb

í gær Lambakjöt er víða tengt páskunum og það á t.d. við um Ítalíu. Það eru til margar suður-ítalskar uppskriftir af lambalæri eða Cosciotto di Agnello er eldað í stórum potti í ofni sem annað hvort eru bornar fram á Pasqua (páskadag) eða “litlu páskunum” Pasquetta (öðrum í páskum). Meira »

Dáðust að „megrunarmyndum“ anorexíusjúklings

í fyrradag Anne Marie Sengillo bjó til myndaalbúm á samfélagsmiðlinum Imgur til að deila með öðrum notendum árangri sínum. Albúmið kallaði hún: „Bati minn frá átröskun“ og í albúminu voru árangursmyndir sem sýndu augljóslega hversu vel Sengillo hafði gengið að ná tökum á anorexíu. Meira »

Kolbrún Björnsdóttir selur glæsihúsið

í fyrradag Kolbrún Björnsdóttir fjölmiðlakona og núverandi hjólagúrú hefur sett einbýlishús sitt og fjölskyldunnar á sölu.   Meira »

Stjörnur sem viðurkenna að hafa lagst undir hnífinn

í fyrradag Stjörnurnar eru alltaf undir smásjá aðdáenda sinna og komast sjaldan upp með að fara í fegrunaraðgerðir án þess að valda fjölmiðlafári. Hérna er listi yfir nokkrar stjörnur sem hafa láti breyta sér á einn eða annan hátt og viðurkenna það. Meira »

Atburðarrásin einkenndist af óheilindum

í fyrradag Páll Magnússon fer ofan í saumana á brotthvarfi sínu sem útvarpsstjóri og vandar þeim ekki kveðjurnar sem réðu ferðinni.   Meira »

10 hlutir sem þú þarft að íhuga fyrir sambúð

í fyrradag Ertu að spá í sambúð? Hvað með að hugsa málið aðeins áður en rokið er af stað?   Meira »

Gunnar Sturluson selur íbúðina

í fyrradag Gunnar Sturluson lögmaður á LOGOS hefur sett glæsiíbúð sína við Þorrasali á sölu. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 2013.   Meira »

Taktu þátt í Instagram-keppninni með því að tagga myndina þína #smartlandmortumariu.