Undrahyljari fyrir „selfie“

Undirrituð með hyljara og algerlega fílterslaus á þessari mynd.
Undirrituð með hyljara og algerlega fílterslaus á þessari mynd.

Eitt af því sem „"selfie-óðar-konur“ þurfa nauðsynlega að eiga er góður hyljari sem gerir svæðið undir augunum alveg eins og á fótósjoppaðri ofurfyrirsætu. Það er nefnilega svo ógurlega erfitt að fótósjoppa sjálfan sig í drasl þegar myndin er tekin á símann - jafnvel þótt maður hafi hlaðið niður öllum heimsins fílterum til þess eins og að líta betur út. 

Eftir að undirrituð lærði það trix að farðinn megi ekki fara undir augun því þá verði lagið undir augunum of þykkt þá hefur hyljari verið afar nauðsynlegur. 

Á dögunum prófaði ég BB under eye concealer frá Smashbox sem er alveg ferlega góður. Hann er í réttum lit þannig að hann lýsir augnsvæðið ekki of mikið upp (mér finnst Kim Kardashian-lúkkið dálítið vera búið ...) heldur frískar upp augnsvæðið. Með hyljaranum er svolítið eins og maður hafi fengið að sofa út heila helgi ... eða eitthvað. 

Hyljarinn hylur baugana og sléttir úr fínum línum.  

Ef þig langar að eignast hyljara frá Smashbox þá máttu skilja eftir skilaboð HÉR

Hægt er að fá BB Cream Eyes hyljarann í nokkrum …
Hægt er að fá BB Cream Eyes hyljarann í nokkrum litum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál