Hárgreiðslustofa í Húsgagnahöllinni

Baldur Rafn Gylfason.
Baldur Rafn Gylfason.

Hárgreiðslufólkið Baldur Rafn Gylfason og Theodóra Mjöll eru búin að setja upp hárgreiðslustofu í Húsgagnahöllinni því í kvöld verða þau með pop-up hárgreiðslustofu í versluninni. Pop-up verslunin byrjar kl. 19.00 og stendur til 22.00. Þau munu kenna viðskiptavinum öll nýjustu trixin í jólahárgreiðslunum, leyfa þeim sem vilja að krulla á sér hárið með krullujárnum frá HH Simonsen að krulla sig og kenna í leiðinni hvernig er best að vinna með járnin.

Theodóra segir að „bombshell seventies“ hár verði mjög heitt í vetur og eins náttúrulegar bylgjur.

„Heilbrigt og náttúrulegt hár er í tísku núna og þessir ýktu litir og línur eru að víkja fyrir því. Þó er það skemmtilega við hártískuna að þótt eitthvað sé ríkjandi hverju sinni er samt allt leyfilegt,“ segir hún. Theodóra sem er hvað þekktust fyrir hárgreiðslubækur sínar hefur þó eins og flestir gert mistök þegar kemur að jólalookinu.

„Ég nenni samt eiginlega ekkert að dvelja við mistökin því ég hef bara engan tíma fyrir þá dvöl. Það er svo margfalt skemmtilegra að skoða myndir frá þeim hátíðum þegar maður var að gera gott mót og hugsa með sér: Mikið er hárið á mér rjúkandi heitt. Ég hef því tamið mér það,“ segir hún og hlær.

Baldur tekur undir Theodóru.  „Ég tek eftir því að það er meira um léttara og mýkra hár en liðir og bylgjur eru meira áberandi en miklar krullur. Eins og Theodóra segir er samt auðvitað allt leyfilegt og oftast er þetta spurning um hvað fer hverri og einni vel,“ segir hann.

Þegar Baldur horfir til baka á vandræðalega jólahártísku sína í gegnum tíðina eru nú bara tvenn jól sem hann man sérstaklega eftir.

„Það eru mörg ár síðan en ég get lofað þér því að fyrir mömmu er eins og þetta hafi gerst í gær. Í fyrra skiptið mætti ég með alveg aflitað hár í jólamyndatöku fjölskyldunnar og þá fór nú aðeins um þessa elsku. Í það seinna tók ég U-beygju en þá var hárið orðið kolbikasvart og lá við að ég yrði útskúfaður úr fjölskyldunni,“ segir Baldur léttur í bragði.

En hvað er gott fyrir konur að eiga til að vera við öllu búnar hárlega séð?

„Góður hárbursti og blásari eru nauðsynjatól. Eins kemur sér vel að eiga almennileg krullu- og sléttujárn, ásamt klemmum. Svo skiptir líka máli að nota hárvörur sem henta hverri og einni vel,“ segir Theodóra.

Í Húsgagnahöllinn verður hægt að gera fleira en að læra að krulla á sér hárið. Sigríður Klingenberg spáir fyrir gestum og bæði bakarar og kokkar reiða fram girnilegar veitingar. Auk þess verður boðið upp á 25% afslátt af smávöru þetta kvöld.

Theodóra Mjöll.
Theodóra Mjöll.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál