Loeb vann rallið á Korsíku

Sébastien Loeb á Citroën C4 bíl sínum í Korsíkurallinu.
Sébastien Loeb á Citroën C4 bíl sínum í Korsíkurallinu. Reuters

Frakkinn Sébastien Loeb fór með sigur af hólmi í Frakklandsrallinu sem lauk á eyjunni Korsíku í dag. Loeb endaði 23,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm en Spánverjinn Dani Sordo varð þriðji, 44,3 sekúndum á eftir Loeb.

Í næstu sætum voru Finninn Jari-Matti Latvala, Norðmaðurinn Petter Solberg, Ástralinn Chris Atkinson, Tékkinn Jan Kopecky, Spánverjinn Xevi Pons, Norðmaðurinn Henning Solberg og Ítalinn Alessandro Bettega.

Með þessum úrslitum minnkaði en bilið milli þeirra Grönholms og Loebs, sem berjast um heimsmeistaratitilinn í en þrjár keppnir eru eftir af tímabilinu. Grönholm hefur 104 stig en Loeb 100. Þriðji er Mikko Hirvonen, með 74 stig en hann endaði í 11. sæti á Korsíku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert