Breiðablik vann stórsigur á FH

Marel Baldvinsson úr Breiðabliki og Tommy Nielsen úr FH í …
Marel Baldvinsson úr Breiðabliki og Tommy Nielsen úr FH í baráttu í leiknum í kvöld. mbl.is/hag

Blikar urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna FH í sumar þegar liðið vann 4:1 sigur á Kópavogsvelli í sjöundu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Prince Rajcomar skoraði fyrstu tvö mörkin áður en Tryggvi Guðmundsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu. Mörk frá Nenad Petrovic og Arnari Grétarssyni tryggðu hins vegar stórsigur Blika.

Með sigrinum er Breiðablik komið í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig, fimm stigum á eftir FH og sjö stigum á eftir efsta liðinu, Keflavík.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is sem lesa má hér að neðan. 

Lið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnar Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Prince Rajcomar.

Varamenn: Finnur Orri Margeirsson, Magnús Páll Gunnarsson, Vignir Jóhannesson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Kristinn Jónsson, Nenad Zivanovic, Haukur Baldvinsson.

Lið FH: Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Dennis Siim, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson, Tryggvi Guðmundsson.

Varamenn: Höskuldur Eiríksson, Jónas Grani Garðarsson, Gunnar Sigurðsson, Arnar Gunnlaugsson, Matthías Guðmundsson, Heimir Snær Guðmundsson, Bjarki Gunnlaugsson. 

Breiðablik 4:1 FH opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert