Fjölnir burstaði HK, 6:1

HK-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda.
HK-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda. mbl.is/G.Rúnar

Fjölnismenn tóku HK-inga svo sannarlega í bakaríið þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í kvöld. Fjölnismenn fóru á kostum og unnu stórsigur, 6:1, eftir að hafa haft, 4:0, yfir í hálfleik. Gunnar Már Guðmundssson, Magnús Ingi Einarsson, Ólafur Páll Johnson, Ólafur Páll Snorrason skoruðu í fyrri hálfleik og Pétur Georg Markan bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark HK-inga.

Fjölnir hefur 18 stig eins og KR og er í fjórða sætinu en HK-ingar sitja sem fyrr í botnsætinu með 5 stig. 

Lið HK: Gunnleifur Gunnleifsson - Atli Valsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Hörður Árnason - Þorlákur Hilmarsson, Mitja Brulc, Rúnar Már Sigurjónsson - Stefán Eggertsson, Iddi Alkhag, Aaron Palomares.
Varamenn: Ögmundur Ólafsson, Hermann Geir Þórsson, Hörður Már Magnússon, Hörður Magnússon, Almir Cosic, Calum Þór Bett, Damir Muminovic.

Lið Fjölnis: Þórður Ingason - Gunnar Valur Gunnarson, Óli Stefán Flóventsson, Kristján Hauksson, Magnús Ingi Einarsson, Gunnar Már Guðmundsson, Ágúst Þór Gylfason, Ólafur Páll Johnson, Ólafur Páll Snorrason, Ómar Hákonarson, Tómas Leifsson.
Varamenn: Pétur Georg Markan, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Hrafn Davíðsson, Davíð Þór Rúnarsson, Illugi Þór Gunnarsson, Eyþór Atli Einarsson, Andri Valur Ívarsson.

HK 1:6 Fjölnir opna loka
90. mín. Olgeir Óskarsson (Fjölnir) skorar Pétur fékk boltann rétt utan markteigs og skoraði með þrumuskoti. Annað mark varamannsins í seinni hálfleik.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert