Hannes Þór: Vonbrigði að vinna ekki

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var vonsvikinn yfir jafnteflinu við …
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var vonsvikinn yfir jafnteflinu við Hauka. hag / Haraldur Guðjónsson

„Það eru mikil vonbrigði fyrir okkur að vinna ekki þennan leik og komast þar með á topp deildarinnar," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, eftir markalaust jafntefli liðsins við botnlið Hauka á Laugardalsvelli í dag.

„Ég átta mig ekki á því af hverju við lékum ekki betur en raun ber vitni um. Stemningin í liðinu var mjög góð fyrir leikinn.Viljinn var fyrir hendi, okkur langaði að komast á topp deildarinnar.  En því miður þá vorum við hægir og þreytulegir, ekki síst í fyrri hálfleik sem alveg hræðilegur. 

Síðan má ekki taka það af Haukum að þeir börðust vel fyrir stiginu og bættu heldur í þegar á leið og þeir fóru að finna lyktina af stiginu, ef svo má að orði komast. 

En hvað sem því liður þá var þetta hreinlega lélegt hjá okkur," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert