„Stöndum þétt við bakið á Loga“

Björgólfur Takefusa og Kári Ársælsson eigast hér við í leiknum …
Björgólfur Takefusa og Kári Ársælsson eigast hér við í leiknum í dag. mbl.is/hag

Stóll Loga Ólafssonar þjálfara KR er sennilega orðinn frekar „heitur“ en liðið hefur sem kunnugt er engan veginn staðið undir væntingum í Pepsideild karla í sumar. KR tapaði í kvöld fyrir Breiðabliki en Viktor Bjarki Arnarsson leikmaður liðsins segir þó að sökin á gengi liðsins sé ekki þjálfarans.

„Við stöndum þétt við bakið á Loga. Það er ekki honum að kenna að við skulum ekki klára færin okkar, eða að við skulum fá á okkur svona hlægileg mörk eins og sigurmarkið í dag var. Hann getur ekkert gert í því,“ sagði Viktor Bjarki í samtali við mbl.is. Hann skoraði eina mark KR í dag í 2:1 tapi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert