Blikar úr leik eftir annað tap

Blikar hafa unnið fimm leiki í röð í Pepsideildinni.
Blikar hafa unnið fimm leiki í röð í Pepsideildinni. mbl.is/Eggert

Breiðablik tapaði í kvöld öðru sinni fyrir skoska liðinu Motherwell 1:0, og því 2:0 samanlagt, og falla því úr leik í 2. umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu á sínu fyrsta ári í Evrópukeppni. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Jamie Murphy skoraði sigurmarkið seint í fyrri hálfleiknum. Blikar fengu fjölda færa í leiknum og hefðu svo sannarlega átt að geta nýtt að minnsta kosti eitt þeirra.

Breiðablik: Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Jónsson, Kristinn Steindórsson, Finnur Orri Margeirsson, Jökull Elísabetarson, Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Haukur Baldvinsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

Motherwell: Darren Randolph - Steven Saunders, Stephen Craigan, Mark Reynolds, Steven Hammell, Tom Hateley, Steven Jennings, Keith Lasley, Ross Forbes, John Sutton, Jamie Murphy.
Varamenn: Lee Hollis, Chris Humphrey, Roberg McHugh, Shaun Hutchinson, Jonathan Page, Jamie Pollock, Gary Smith.

Breiðablik 0:1 Motherwell opna loka
90. mín. Blikar hefðu átt að fá vítaspyrnu leyfi ég mér að fullyrða þegar Mark Reynolds snerti boltann með höndum innan teigs. Ekkert var hins vegar dæmt, því miður. Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert