Guðmundur Þórarinsson til ÍBV

Guðmundur Þórarinsson í leik gegn KR í sumar.
Guðmundur Þórarinsson í leik gegn KR í sumar. mbl.is/Golli

Úrvalsdeildarlið ÍBV nældi í góðan liðsstyrk í kvöld þegar Guðmundur Þórarinsson skrifaði undir eins árs samning við félagið. Guðmundur er aðeins 18 ára gamall en vakti talsverða athygli með Selfyssingum í Pepsí deildinni í sumar og þykir mikið efni.

Guðmundur lék 16 leiki með Selfossi í deildinni í sumar og skoraði 1 mark. Hann hefur auk þess leikið með U-17 ára og U-19 ára landsliðum Íslands. Guðmundur er örvfættur og lék bæði á miðjunni í sumar en einnig í vinstri bakverði. Er um talsverða blóðtöku að ræða fyrir Selfyssinga sem leika í 1. deild næsta sumar undir stjórn Loga Ólafssonar.

Frá þessu var greint á vef Eyjafrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert