FH 5 stigum á eftir toppliði KR

Jökull Elísabetarson og Atli Guðnason eigast við.
Jökull Elísabetarson og Atli Guðnason eigast við. mbl.is

Fyrsta mark Ísfirðingsins unga Emils Pálssonar fyrir FH reyndist eina markið þegar bikarmeistararnir unnu Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

FH-ingar styrktu þar með stöðu sína í 4. sæti deildarinnar og hafa þar 22 stig. Þeir eru fimm stigum á eftir toppliði KR sem á þó tvo leiki til góða. Breiðablik er hins vegar komið niður fyrir Þór í 9. sæti deildarinnar.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale - Jökull Elísabetarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Kristinn Jónsson - Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Olgeir Sigurgeirsson - Rafn Andri Haraldsson, Dylan Macallister, Kristinn Steindórsson.
Varamenn: Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Arnar Már Björgvinsson, Árni Vilhjálmsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson - Hólmar Örn Rúnarsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Emil Pálsson - Ólafur Páll Snorrason, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Jón Ragnar Jónsson, Atli Viðar Björnsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Viktor Örn Guðmundsson, Hannes Þ. Sigurðsson.

Breiðablik 0:1 FH opna loka
90. mín. FH fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert