Þorlákur: „Ætlum okkur áfram“

Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason. mbl.is/Heiðar

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna drógust í gær gegn rússneska liðinu Zorkiy Krasnogorsk í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Eina sem ég veit er að það er búið að eyða miklum fjármunum í nokkur lið í Rússlandi. Bestu liðin eru með marga mjög góða útlendinga og þau eru mjög sterk. Rússar eru líka með tvö lið í keppninni sem segir okkur að lið þaðan hafi verið að gera góða hluti,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, við Morgunblaðið um mótherjann.

„Við höfum ekki séð þær spila þannig að næsta skref er að redda upptöku af þeim.“

Er raunhæfur möguleiki fyrir Stjörnustúlkur að komast í næstu umferð? „Það er möguleiki, það er alveg klárt. Við ætlum okkur áfram,“ segir Þorlákur en vinni Stjarnan Rússana bíða hennar tveir leikir við Evrópumeistara Lyon frá Frakklandi.

„Það er mikil hvatning í því að mæta besta liði í heimi ef við vinnum Rússana. Þetta er eins og þegar Þór/KA mætti Potsdam. Það var alveg gríðarleg lyftistöng fyrir bæinn,“ segir Þorlákur Árnason. tomas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert