Magnús Gylfason hættur með ÍBV

Magnús Gylfason er hættur með ÍBV.
Magnús Gylfason er hættur með ÍBV. mbl.is/Golli

Magnús Gylfason er hættur störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu og verður ekki með liðið í síðustu þremur umferðum Íslandsmótsins. Aðstoðarþjálfarinn Dragan Kazic og miðjumaðurinn Ian Jeffs munu stýra liðinu í sameiningu.

Eyjamenn sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu rétt í þessu:

„Knattspyrnudeild ÍBV og Magnús Gylfason hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af störfum sem þjálfari ÍBV.

Knattspyrnudeild ÍBV þakkar Magnúsi og fjölskyldu fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Dragan Kazic og Ian Jeffs munu stýra liðinu út tímabilið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert