Fimm stiga forysta KR eftir sigur í Eyjum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR bjargar af tám Víðis Þorvarðarsonar …
Hannes Þór Halldórsson markvörður KR bjargar af tám Víðis Þorvarðarsonar í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KR-ingar eru með fimmt stiga forskot eftir sigur á ÍBV, 2:0, í fyrsta leiknum í 4. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag.

KR-ingar náðu í þrjú góð stig í dag á Hásteinsvelli og eru á toppi deildarinnar, með fullt hús stiga eftir  fjórar umferðir.  KR skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik sem dugði þeim til sigurs gegn ÍBV, sem fyrir leikinn, hafði ekki tapað leik. 

Baldur Sigurðsson kom KR-ingum yfir á 24. mínútu og Jónas Guðni Sævarsson bætti öðru markinu við á 41. mínútu.  Forysta KR-inga var verðskulduð enda voru þeir mun baráttuglaðari en Eyjamenn í fyrri hálfleik. 

Eyjamenn brutu leikinn upp í síðari hálfleik og náðu að ógna marki KR-inga meira en í fyrri hálfleik.  En sóknarþungi þeirra var á kostnað varnarleiksins þannig að síðari hálfleikur var mun opnari. 

Hermann Hreiðarsson kom inn í lið ÍBV í síðari hálfleik, fór beint í framlínuna og barðist eins og ljón en árangurinn kannski ekki mikill. Bæði lið fengu úrvalsfæri til að bæta við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og því lokatölur 0:2.

  Í heildina má segja að sigur KR-inga sé sanngjarn.  Þeir voru skipulagðari í sínum leik, voru mun betri í fyrri hálfleik og stóðust sóknartilburði Eyjamanna í þeim síðari.  Eyjamenn hljóta hins vegar að skoða þennan leik vel í kvöld, enda náðu þeir sér engan veginn á strik eins og í fyrstu þremur leikjunum.

Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu í fyrramálið en viðtöl birtast hér á mbl.is síðar í kvöld.

Lið ÍBV: David James, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Gunnar Már Guðmundsson, Gunnar Þorsteinsson, Víðir Þorvarðarson, Tonny Mawejje, Ragnar Pétursson, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ian Jeffs.
Varamenn: Hermann Hreiðarsson, Aaron Robert Spear, Ragnar Leósson, JónIngason, Gauti Þorvarðarson, Guðjón Orri Sigurjónsson, Bradley Simmons.

Lið KR: Hannes Þór Halldórsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson, Gary Martin, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Brynjar Björn Gunnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Bjarki Jósepsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Atli Sigurjónsson.
Varamenn: Rúnar Alex Rúnarsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Emil Atlason, Torfi Karl Ólafsson, Björn Jónsson, Hrannar Einarsson, Davíð Einarsson.

ÍBV 0:2 KR opna loka
90. mín. Bradley Simmonds (ÍBV) á skot sem er varið +2 Skot utan vítateigs, beint á Hannes Þór í markinu. Fjórum mínútum verður bætt við.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert