Rúnar vill Ingvar í landsliðið

Martin Rauschenberg, Hörður Árnason og Ingvar Jónsson í baráttunni.
Martin Rauschenberg, Hörður Árnason og Ingvar Jónsson í baráttunni.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að Ingvar Jónsson, markvörður liðsins, eigi skilið að fá kallið frá landsliðsþjálfurum Íslands þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. 

„Við erum með Ingvar í markinu og hann er búinn að standa sig ótrúlega vel og það kæmi mér mjög á óvart ef hann verður ekki í íslenska landsliðinu miðað við hvernig hann er búinn að standa sig. Landsliðsþjálfararnir hljóta að taka eftir honum, annað kæmi mér mjög á óvart,“ segir Rúnar í viðtalinu þar sem hann stiklar á stóru um Evrópuævintýri Stjörnunnar.

Stjarnan mætir stórliðinu Inter frá Mílanó á miðvikudag og mun mikið mæða á Ingvari í þeim leik. 

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar vill fá Ingvar í landsliðið.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar vill fá Ingvar í landsliðið. Ómar Óskarsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka