Kristján: Æfði mig í að kalla á dómarann

„Við verðum að vera sáttir við stigið. Við gáfum full mikið eftir, í kjölfar þess að við komumst yfir, í stað þess að fylgja því betur eftir, þá fengum við á okkur mark. Einhvern veginn þoldum við bara ekki pressuna sem Fjölnir setti á okkur eftir markið okkar,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í viðtali eftir 1:1-jafntefli Fjölnis og Keflavíkur í 17. umferð Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Á tímabili var ég aðeins að æfa mig í því að kalla á dómarann. Mér skilst að það virki stundum. Við vildum meiri vernd fyrir Elías [Má Ómarsson], því það er alveg klárt í reglum að leiknir og efnilegir leikmenn eiga að fá vernd frá dómara, og það vantaði kannski upp á,“ sagði Kristján.

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert