Lagerbäck setti upp pókerfés

Lars Lagerbäck segist ekki hika við að gera breytingar þó …
Lars Lagerbäck segist ekki hika við að gera breytingar þó að byrjunarliðið í síðustu leikjum hafi staðið sig frábærlega. mbl.is/Ómar

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í knattspyrnu, hafa stillt upp nákvæmlega sama byrjunarliði í öllum þremur leikjum undankeppni EM til þessa. Ekkert kemur í veg fyrir að þeir geti haldið sig við sama byrjunarlið í Plzen í Tékklandi í kvöld.

Þjálfararnir voru ánægðir með margt í vináttulandsleikjunum gegn Belgum á miðvikudag, þar sem fjöldi leikmanna sem ekki hafa tilheyrt byrjunarliðinu í síðustu leikjum fékk að sýna sig. Engu að síður virðist lítil ástæða til að breyta liði sem hefur unnið alla sína leiki og ekki fengið á sig mark. Mbl.is spurði Lagerbäck hvort hann teldi einhverja ástæðu til breytinga en Svíinn gaf ekkert upp:

„Jafnvel þó að liðið hafi staðið sig virkilega vel í síðustu þremur leikjum þarf maður alltaf að vera gagnrýninn á liðsvalið. Þið sjáið það á morgun,“ sagði Lagerbäck á fréttamannafundi í gær.

Líklegt byrjunarlið:

Mark: Hannes Þór Halldórsson.

Vörn: Theódór Elmar Bjarnason, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason.

Miðja: Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson.

Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert