Annar 1:0 sigur Blika í röð

Andri Rafn Yeoman reynir skot að marki Skagamanna í kvöld.
Andri Rafn Yeoman reynir skot að marki Skagamanna í kvöld. mbl.is/Eva Björk

ÍA og Breiðablik áttust við í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Akranesi en flautað er til leiks á Norðurálsvellinum klukkan 19.15. Breiðablik hafði betur 1:0.  Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Breiðablik er þá með 9 stig eftir 5 umferðir en ÍA er með 4 stig. 

Eftir mjög daufan og markalausan fyrri hálfleik náðu Blikar ágætum kafla í fyrri hluta síðari hálfleiks sem skilaði þeim nokkrum marktækifærum. Úr einu þeirra skoraði Arnþór Ari Atlason eina mark leiksins.

Sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson fékk einnig fínt færi sem og varamaðurinn Atli Sigurjónsson en þeir hittu ekki markið úr teignum.

Skagamenn náðu ekki að setja Blika undir almennilega pressu eftir að þeir lentu undir og Gunnleifur Gunnleifsson þurfti ekki að svitna á lokakaflanum. Ekki hjálpaði til hjá ÍA að Garðar Gunnlaugsson gat ekki leikið síðasta korterið vegna meiðsla.

Darren Lough og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í leiknum …
Darren Lough og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Eva Björk
ÍA 0:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Ismar Tandir (Breiðablik) á skot framhjá Fyrirgjöf frá Höskuldi og Tandir átti ágæta tilraun en í hliðarnetið utanvert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert