FH Íslandsmeistari í sjöunda sinn

FH varð í dag Íslandsmeistari karla í knattspyrnu í sjöunda skipti þegar liðið vann Fjölni 2:1 í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. 

FH er með 48 stig en Breiðablik var eina liðið sem gat náð titlinum úr höndum Hafnfirðinganna fyrir þessa umferð. Blikar unnu ÍBV 1:0 og eru með 43 stig. 

ÍSLANDSBIKARINN Á LOFT - MYNDASYRPA.

ALLT UM LEIKI DAGSINS - ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Ísfirðingurinn Emil Pálsson tryggði FH titilinn með marki á 80. mínútu en það er nokkuð sérstök tilviljun að hann var á láni hjá Fjölni fyrri hluta sumars. 

Atli Guðnason kom FH yfir á 51. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik en Kennie Chopart jafnaði fyrir Fjölni á 69. mínútu, 1:1.

Það var svo Emil sem gerði út um leikinn og Íslandsmótið í ár þegar hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í mark Fjölnismanna af markteig eftir að Jonathan Hendrickx hafði átt sendingu eða skot hægra megin úr vítateignum.

Ósigurinn gerir að verkum fyrir Fjölnismenn að möguleikar þeirra á Evrópusæti eru úr sögunni.

FH varð síðast Íslandsmeistari árið 2012. Liðið vann ekki sinn fyrsta titil fyrr en árið 2004 en síðan þá hafa þeir orðið sjö. 

FH 2:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Uppbótartími í gangi. Smá stress á FH-ingum í eigin teig en Fjölnismenn nýttu sér það ekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert