Enginn trúði því að við næðum þessu

Kolbeinn Sigþórsson verður fyrirliði Íslands gegn Lettum á Laugardalsvelli í …
Kolbeinn Sigþórsson verður fyrirliði Íslands gegn Lettum á Laugardalsvelli í dag, í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. mbl.is/Eggert

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður að því á fréttamannafundi í gær hverjar líkurnar væru á því að Ísland yrði Evrópumeistari næsta sumar.

Kolbeinn tók spurningunni af stóískri ró, og benti á að stundum hefðu orðið óvænt úrslit á EM í gegnum tíðina: 

„Það getur allt gerst. Við höfum trú á okkur sjálfum. Það hafði enginn annar trú á að við gætum afrekað það sem við höfum gert núna,“ sagði Kolbeinn, en þrátt fyrir að leika með Hollandi, Tékklandi og Tyrklandi í riðli var Ísland meðal allra fyrstu þjóða til að tryggja sér farseðilinn á EM. Og Kolbeinn og félagar eru ekki hættir:

„Við höfum okkar markmið, sem við höldum fyrir okkur núna, og höldum áfram að bæta okkar leik, en enginn hefur efni á að vanmeta okkur lengur. Það er á hreinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert