Mikilvægast er að þeir séu með rétt hugarfar

Morten Beck Andersen er einn fimm Dana í liði KR …
Morten Beck Andersen er einn fimm Dana í liði KR . mbl.is/Golli

Ætla má að danskan verði annað tungumálið í herbúðum KR-liðsins, en í það minnsta fimm Danir munu klæðast KR-búningnum í sumar. KR-ingar hafa fengið fimm nýja frændur okkar til liðs við sig fyrir átökin í Pepsi-deildinni.

Henrik Bödker, markvarðarþjálfari KR-inga og áður Stjörnunnar, hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að fá danska leikmenn til að spila hér heima, en þegar Bödker starfaði hjá Stjörnumönnum voru danskir leikmenn áberandi í Garðabæjarliðinu. Ekki verður annað sagt en að flestir ef ekki allir þeir Danir sem spilað hafa með KR og Stjörnunni hafi staðið sig vel og sett skemmtilegan og góðan svip á deildina.

,,Ég nota sambönd mín í Danmörku og ég er bara ánægður að fá þá hingað til Íslands frekar en að þeir fari til Þýskalands eða eitthvert annað,“ sagði Bödker í samtali við Morgunblaðið, en þessi geðþekki Dani, sem svo sannarlega lifir sig inn í leikina, er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur.

Nánar er rætt við Bödker og fjallað um erlendu leikmennina í Pepsi-deild karla í 40 síðna fótboltablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert