Nýliðarnir í Laugardalnum drógu stysta stráið

Þróttarar fá enga smáræðis eldskírn í fyrstu umferðum deildarinnar þegar …
Þróttarar fá enga smáræðis eldskírn í fyrstu umferðum deildarinnar þegar þeir mæta sterkustu liðunum. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þrátt fyrir vangaveltur og hugmyndir um breytingar á niðurröðun leikja í Pepsi-deild karla, til að auka líkurnar á að bestu liðin mætist innbyrðis í lokaumferðunum, þá er það enn algjörlega handahófskennt hvernig leikjadagskrá liðanna 12 er á hverju keppnistímabili.

Liðin eru því „misheppin“ hvað andstæðinga varðar í fyrstu umferðunum, en auðvitað má segja að á heilu keppnistímabili jafnist öll heppni út hvað þetta varðar.

Nýtt keppnistímabil hefst á morgun en 1. umferð lýkur með tveimur leikjum á mánudag. Liðin leika sjö umferðir fram til 5. júní þegar gert verður stutt hlé vegna EM í Frakklandi. Þó er áætlað að þrír leikir fari fram 15. og 16. júní, vegna þéttrar leikjadagskrár liðanna sem leika í Evrópukeppnunum.

Þegar horft er til fyrstu fimm umferðanna er ljóst að nýliðar Þróttar drógu „stysta stráið“. Þeir hefja tímabilið á leikjum við liðin sem spáð var fimm efstu sætunum! Íslandsmeistararnir og KR mæta fyrst í Laugardalinn og Þróttarar þurfa svo að mæta Stjörnunni, Breiðabliki og Val. Það er því ljóst að þessi byrjun mótsins gæti orðið nýliðunum, sem alls staðar er spáð falli, gríðarlega erfið og rýrt sjálfstraust leikmanna.

 Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert