Breiddu úlpur yfir börnin

Sjá má rigninguna í loftinu. En Tyrkjunum fannst börnin frekar …
Sjá má rigninguna í loftinu. En Tyrkjunum fannst börnin frekar þurfa á yfirhöfnunum að halda. Ljósmynd/hag

Það er ekki hægt að segja annað en að tyrkneska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi stórt hjarta. Leikmenn liðsins, sem eru vanir að spila í hlýindum, breiddu úlpur sínar yfir axlir íslensku barnanna sem höfðu fylgt þeim inn á völlinn. Þetta gerðu þeir á meðan íslenski þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leikinn.

Rigning og nokkur vindur var á Laugardalsvelli við upphaf leiks Íslendinga og Tyrkja í kvöld. Tyrkneska liðið klæddist yfirhöfnum á meðan þjóðsöngur þeirra var sunginn en strax að honum loknum fóru þeir úr þeim og lögðu þær yfir axlir íslensku drengjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert