Floginn úr hreiðrinu

Óttar Bjarni Guðmundsson er kominn til Stjörnunnar.
Óttar Bjarni Guðmundsson er kominn til Stjörnunnar. Twitter-síða Stjörnunnar

Óttar Bjarni Guðmundsson, lykilmaður í liði Leiknis í Breiðholti undanfarin ár, gekk í gær til liðs við Stjörnuna.

Óttar vakti athygli fyrir góða frammistöðu í Pepsi-deildinni í fyrra og mun nú aftur spreyta sig í deildinni.

„Mér finnst vera kominn tími til að prófa nýja hluti og fara í nýtt umhverfi eftir öll þessi ár í Leikni. Ég fann að tími var kominn til að fljúga úr hreiðrinu og skoða heiminn. Alla vega fara aðeins út fyrir póstnúmer 111. Fá nýja áskorun og prófa eitthvað nýtt í fótboltanum,“ sagði Óttar Bjarni þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans.

Óttar segist hafa tilkynnt Leiknismönnum um það leyti sem 1. deildinni lauk að hann hygðist líta í kringum sig og sjá hvort eitthvað væri í boði fyrir sig í efstu deild.

„Nokkur félög sem sýndu áhuga og gerðu mér tilboð. En ég ákvað að taka tilboði Stjörnunnar sem mér finnst vera frábært félag. Þar er unnið mjög metnaðarfullt starf. Þetta hljómar auðvitað eins og hefðbundin klisja en umgjörðin í kringum Stjörnuna virðist vera frábær. Auk þess er leikmannahópurinn mjög sterkur og þjálfararnir mjög góðir. Ég gat því hakað við í öll boxin varðandi það sem ég var að leitast eftir,“ sagði Óttar í gær.

Sjá allt viðtalið við Óttar Bjarna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert