Skipta um forsíðumynd til stuðnings Þór/KA

Þór/KA fagnar marki í sumar.
Þór/KA fagnar marki í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eins og ítarlega hefur verið greint frá hér á mbl.is birti KA yfirlýsingu á heimasíðu sinni um að endurnýja ekki samning við Þór um samstarf á sviði knattspyrnu og handknattleiks í kvennaflokki.

Málið hefur verið hávært á Akureyri og ýmislegt látið flakka. Leikmenn meistaraflokks Þórs/KA í knattspyrnu segjast til að mynda hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf og hafa margar þeirra lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu kvennaknattspyrnu á Akureyri í kjölfarið.

Til að undirstrika það gengur nú á Facebook mynd sem er eins konar viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf félaganna, og hafa einhverjir leikmenn meðal annars sett hana sem forsíðumynd sína á samskiptamiðlinum.

„Ég styð áframhaldandi samstarf Þórs og KA í kvennaknattspyrnu vegna þess að saman erum við sterkari! Áfram Þór/KA!“ stendur yfir myndinni af merki liðsins sem má sjá neðst í fréttinni.

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is:

KA slít­ur sam­starfi við Þór

Undr­ast vinnu­brögð KA: „Kom eins og sleggja“

Vill ekki þjálfa leng­ur hjá KA - „Særði mig mikið“

Erfið ákvörðun fyr­ir alla

„Ekki viss um að ég verði KA stelpa áfram“

Yf­ir­lýs­ing KA ætti ekki að hafa áhrif á Ak­ur­eyri

Hall­ar á KA/Þ​ór í sam­starf­inu - „Erum með KA-hjarta“

Þór/​​KA sam­an í sum­ar – Farið í hart yfir pen­inga­mál­um?

Hvetja Akureyringa að tala varlega

Viljayfirlýsing sem gengur á Facebook.
Viljayfirlýsing sem gengur á Facebook. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert