Óvissa með fyrirliðann

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, missir að öllum líkindum af upphafi keppnistímabilsins í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.

Ásgerður fór í mjaðmaspeglun í gær og samkvæmt lækni verður hún frá keppni næstu 3-4 mánuðina af þeim sökum.

„Þessi meiðsli hafa hrjáð mig síðan um mitt síðasta sumar,“ sagði Ásgerður við Morgunblaðið í gær. Meiðslin komu þó ekki í veg fyrir að hún spilaði með Stjörnunni, sem varð Íslandsmeistari eftir spennandi baráttu við Breiðablik. „Læknirinn minn átti erfitt með að festa fingur á því hvað þetta væri og ég fór þrisvar í sprautu en það virkaði ekki. Ég reyndi að æfa en þetta var alltaf eins, og að lokum var tekin ákvörðun um að ég færi í speglun,“ sagði Ásgerður.

Ásgerður hefur verið lykilmaður í sigursælu liði Stjörnunnar um árabil og aðeins misst af fjórum af 206 deildarleikjum liðsins síðan hún kom til félagsins frá Breiðabliki árið 2005. Hún missti af tveimur leikjum árið 2007, einum 2015 og einum á síðasta tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert