Allt litrófið hjá íslensku EM-hetjunum

Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum síðasta haust.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik gegn Tyrkjum síðasta haust. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Á meðan Gylfi Þór Sigurðsson fer á kostum sem einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur Kolbeinn Sigþórsson ekki spilað mínútu af fótbolta síðan í ágúst. Já, það er óhætt að segja að íslensku EM-hetjurnar frá Frakklandi síðasta sumar þeki allt litrófið þegar kemur að ástandi og gengi leikmanna, nú þegar mánuður er í næsta leik íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Sá leikur er gegn Kósóvó, í Albaníu, og eftir hann verður undankeppnin nákvæmlega hálfnuð. Ísland er í 3. sæti síns riðils, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu.

Morgunblaðið skoðar í dag stöðu leikmannanna ellefu sem byrjuðu alla fimm leiki Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi, og veltir vöngum yfir því hvernig liðið verður skipað þegar í leikinn við Kósóvó kemur. Meiðsli hafa hrjáð stóran hluta landsliðsins og koma til með að setja strik í reikninginn. Einn leikmaður tekur út leikbann í leiknum við Kósóvó, Theódór Elmar Bjarnason, eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í undankeppninni í síðasta leik, gegn Króatíu á útivelli. Þrír landsliðsmenn eru hins vegar á hættusvæði og yrðu í banni gegn Króatíu á Laugardalsvelli í júní fengju þeir gult spjald gegn Kósóvó, en það eru Kári Árnason, Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert