Landsliðið fagnaði fjölbreytileikanum

Íslenska landsliðið á æfingu í Parma í dag.
Íslenska landsliðið á æfingu í Parma í dag.

Landsliðsmennirnir í knattspyrnu fögnuðu fjölbreytileikanum og æfðu í ósamstæðum sokkum í Parma á Ítalíu í dag í tilefni af Alþjóðadegi Downs-heilkennis. 

Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason tók málið upp innan hópsins en hann á son með Downs-heilkenni. Félagar hans í landsliðinu og fylgdarlið tók vel í hugmyndina um að æfa í ósamstæðum sokkum í dag. 

Létt var yfir landsliðsmönnum á æfingunni en hópurinn kom saman í Parma í gær og æfði einnig í gærkvöldi. Farið verður til Albaníu á miðvikudaginn og á föstudagskvöldið verður leikið þar gegn Kósóvó í undankeppni HM. 

Landsliðið æfði á aðalvelli Parma Calcio 1913, Ennio Tardini, en lið Parma leikur nú í c-deildinni á Ítalíu eftir að hafa gengið í gegnum fjárhagserfiðleika.

Um er að ræða fimmta leik Íslands í keppninni en liðið hefur unnið Tyrkland og Finnland, gert jafntefli við Úkraínu en tapað fyrir Króatíu. 

Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Síða alþjóðadagsins

Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
Frá landsliðsæfingu í Parma í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert