Verðskuldaður sigur KR-inga

KR-ingurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson með boltann í leiknum í kvöld. …
KR-ingurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson með boltann í leiknum í kvöld. Þórður Þorsteinn Þórðarsson reynir að ná boltanum af honum á meðan Hafþór Pétursson fylgist með. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR-ingar báru sigurorð af Skagamönnum með tveimur mörkum gegn einu á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag.

Sigurinn var verðskuldaður. Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum, byggðu upp hverja sóknina á fætur annarri og hefðu með heppni getað skorað eitt til tvö mörk í viðbót.

Skagamenn biðu færis og freistuðu þess að sækja hratt en skyndisóknir þeirra voru of fáar og flestar máttlausar.

Það var ekki fyrr en Garðar B. Gunnlaugsson skoraði úr víti þegar um 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma að þeir öðluðust von. Það var aftur á móti of seint. 

KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og komust yfir eftir 10 mínútna leik eftir sjálfsmark Skagamannsins Hafþórs Péturssonar. Óskar Örn Hauksson bætti svo öðru marki við fyrir heimamenn þegar skammt var liðið af síðari hálfleik. 

KR-ingar eru því komnir með 6 stig eftir 3 umferðir í Pepsi-deildinni en Skagamenn eru enn án stiga. 

KR 2:1 ÍA opna loka
90. mín. Hallur Flosason (ÍA) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert