Stjarnan sló út bikarmeistara Vals

Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni og Rasmus Christiansen úr Val …
Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni og Rasmus Christiansen úr Val í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Stjörnumenn slógu bikarmeistara Vals út í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla með 1:2 sigri á Valsvellinum í kvöld.

Fyrir leikinn höfðu Valsmenn, sem eru bikarmeistarar síðustu tveggja ára, ekki tapað bikarleik í tæp þrjú ár.

Valsmenn voru meira með boltann í leiknum en Stjörnumenn lágu til baka og beittu skyndisóknum.

Fyrsta mark leiksins kom á 34. mínútu með góðu skallamarki fyrirliða Stjörnunnar, Baldurs Sigurðssonar, eftir hornspyrnu. Hann var óvaldaður í teignum þegar hann skallaði boltann. 

Valsmenn jöfnuðu metin á síðustu andartökum fyrri hálfleiks þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði örugglega úr vítaspyrnu, sem var strangur dómur.

Stjörnumenn skoruðu svo sigurmarkið á 69. mínútu með skallamarki Jóhanns Laxdal. Skallinn var frekar laus en hnitmiðaður. Valsmenn hefðu átt að sparka boltanum í burtu en tókst það ekki. 

Valsmenn sóttu mikið í lok leiksins en náðu ekki að skapa sér opin færi fyrr en Sveinn Aron Guðjohnsen átti gott skot úr vítateignum en Sveinn Sigurður varði vel í marki Stjörnunnar. 

Stjörnumenn eru því komnir í 8 liða úrslit og hafa enn ekki tapað leik á leiktíðinni. Valsmenn sitja eftir með sárt ennið á heimavelli eftir langa sigurgöngu í bikarnum.

Valur 1:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Sveinn Aron Guðjohnsen (Valur) á skot sem er varið Gott skot hjá Sveini utarlega í teignum sem var vel varið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert