Gylfi og Alfreð markahæstir

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Úkraínumönnum í síðasta mánuði.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Úkraínumönnum í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM en fram undan eru tveir síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppninni.

Gylfi og Alfreð hafa skorað 3 mörk hvor í undankeppninni. Björn Bergmann Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og Kári Árnason hafa skorað eitt mark og eitt af 11 mörkum Íslands í riðlinum var sjálfsmark.

Ísland mætir Tyrklandi í Eskisehir annað kvöld og leikur sinn síðasta leik í undankeppninni gegn Kosóvó á mánudaginn.

Með sigri í báðum leikjunum á Ísland góða möguleika vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Fjögur stig úr leikjunum tveimur tryggir Íslendingum sæti í umspili en tapið liðið öðrum hvorum leiknum þá er HM draumurinn líklega úr sögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert