„Við munum reyna aftur“

Nantes vill ekki leyfa Kolbeini að ferðast með íslenska landsliðinu.
Nantes vill ekki leyfa Kolbeini að ferðast með íslenska landsliðinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnusamband Íslands fór þess á leit við franska liðið Nantes að Kolbeinn Sigþórsson fengi að fara með íslenska landsliðinu í vináttuleikina gegn Indónesíu í Indónesíu í janúar.

Frakkarnir höfnuðu því en Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tjáði Morgunblaðinu í gær að reynt yrði frekar að fá Kolbein með. Tilgangurinn væri ekki að láta hann spila enda leikmaðurinn ekki orðinn leikfær, heldur að sjá hvar Kolbeinn væri staddur í endurhæfingarferlinu.

„Ef til vill misskildu Frakkarnir tilganginn með þessu og við munum því reyna aftur. Okkur þykir mikilvægt okkar vegna að fá að sjá hann og meta stöðuna. Það væri gaman ef hann er að nálgast keppnisform. Ekki bara fyrir hann heldur myndi það einnig setja ákveðna pressu inn í leikmannahópinn. Á margan hátt er jákvætt að hann sé að braggast,“ segir Heimir í Morgunblaðinu í dag.

Sjá umfjöllun um landsliðsval Heimis í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert