Þurfti að búa hjá ókunnugum manni í nokkra mánuði

„Þetta var mjög áhugavert,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Myndi ekki láta bjóða mér þetta í dag

Rakel gekk til liðs við Bröndby á láni frá Þór/KA árið 2009 en snéri fljótt aftur til Íslands eftir stutta lánsdvöl í Danmörku.

„Ég myndi ekki láta bjóða mér þetta í dag skulum við segja,“ sagði Rakel.

„Ég fékk herbergi hjá ókunnugum manni sem var örugglega stuðningsmaður félagsins. Ég bjó þarna með einhverjum manni sem átti tvær dætur sem hann fékk til sín aðra hverja helgi.

Það var ekkert að þessum manni en þetta var allt mjög skrítið. Hann stóð í framkvæmdum í eldhúsinu hjá sér þannig að ég gat aldrei eldað mér neitt og þurfti því alltaf að sækja mér samlokur út í búð,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert