Hefði valið Gylfa Þór í landsliðshópinn

Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson.
Arnar Gunnlaugsson og Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hefði örugglega reynt að leita allra lausna til þess að hafa hann í hópnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, gerði meðal annars upp landsleik Íslands og Ísraels í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland fagnaði stórsigri, 4:1, í Búdapest á fimmtudaginn, ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn.

Þetta var mjög stór ákvörðun

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki valinn í leikmannahóp landsliðsins fyrir leikinn gegn Ísrael og kom það einhverjum mikið á óvart.

„Sama hvernig maður hefði ætlað að nota hann þá hefði maður reynt að taka hann með upp á ásýnd leikmannahópsins að gera,“ sagði Arnar.

„Það er rosalega erfitt að velja leikmann og réttlæta það, þegar hann hefur ekki spilað í marga mánuði. Þetta var mjög stór ákvörðun, það er klárt mál, og það mun enginn kvarta yfir henni ef við komumst á EM.

Ég hefði reynt að finna leiðir til þess að taka hann með,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert