Sama hvað þú segir þá ertu gagnrýndur

Åge Hareide.
Åge Hareide. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Það væri óeðlilegt að ætla horfa fram hjá þeim atburðum sem hafa átt sér stað því þú munt alltaf fá þessar spurningar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, gerði meðal annars upp landsleik Íslands og Ísraels í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þar sem Ísland fagnaði stórsigri, 4:1, í Búdapest á fimmtudaginn, ásamt því að spá í spilin fyrir komandi úrslitaleik gegn Úkraínu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn.

Gerði eins vel og hann gat

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hafði meðal annars greint frá því í aðdraganda leiksins að hann myndi helst ekki vilja mæta Ísrael vegna stríðsástandsins fyrir botni Miðjarðahafs og fékk það meðal annars óþvegið frá fjölmiðlamönnum frá Ísrael fyrir vikið.

„Åge gerði eins vel og hann gat í þessari stöðu og þetta er örugglega mjög erfið staða að vera í,“ sagði Arnar.

„Sama hvað þú segir þá ertu gagnrýndur, en línan var sú að þetta væri fótboltaleikur sem við þyrftum að spila og mér fannst allir í kringum liðið gera þetta mjög vel,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert