Spá mbl.is: Áttunda sætið

Fylkiskonur fagna eftir að hafa unnið Gróttu í úrslitaleik um …
Fylkiskonur fagna eftir að hafa unnið Gróttu í úrslitaleik um Bestudeildarsæti síðasta haust. mbl.is/Óttar Geirsson

Fylkir hafnar í áttunda sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Fylkir fékk 47 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). Einu meira en Tindastóll og fimm meira en Keflavík sem enduðu í níunda og tíunda sæti í spánni þannig að samkvæmt henni verður fallbarátta liðanna þriggja mjög hörð.

Fylkir hafnaði í öðru sæti 1. deildar í fyrra og tryggði sér Bestudeildarsætið eftir gríðarlega harða keppni við HK og Gróttu en Fylkir vann Gróttu, 3:2, í hreinum úrslitaleik liðanna í lokaumferðinni. Þar með er Árbæjarliðið aftur komið í efstu deild eftir tveggja ára fjarveru en þar lék það síðast árið 2021. Besta árangri sínum í deildinni náði Fylkir árið 2020 en þá endaði Árbæjarliðið í þriðja sæti.

Lið Fylkis er ekki mikið breytt frá því í fyrra en hefur þó fengið fjóra leikmenn til að styrkja það fyrir baráttuna meðal þeirra bestu. Abigail Boyan er miðjumaður með reynslu úr dönsku úrvalsdeildinni og Kayla Bruster er varnarmaður sem sat á bekknum hjá San Diego Waves í bandarísku atvinnudeildinni en fékk ekki tækifæri til að spila.

Þjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson er sitt annað tímabil með lið Fylkis.

Komn­ar:
  9.3. Abigail Boy­an frá AaB (Dan­mörku)
27.2. Kayla Bru­ster frá San Diego Waves (Banda­ríkj­un­um)
  1.2. Amel­ía Rún Fjeld­sted frá Kefla­vík
  1.2. Emma Sól Ara­dótt­ir frá HK (lán)

Farn­ar:
12.4. Birna Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir í Fram (lán)

Fyrstu leik­ir Fylkis:
22.4. Fylkir - Þróttur R.
27.4. Víkingur R. - Fylkir
  2.5. Fylkir - Keflavík
  9.5. Tindastóll - Fylkir
15.5. Fylkir - Breiðablik

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 ??
5 ??
6 ??
7 ??
8 Fylkir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert