Gott að mæta Ungverjum í júní

Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgal.
Birkir Bjarnason skoraði gegn Portúgal. AFP

Sé eitthvað mið tekið af sögunni er það hreint ekki slæmt fyrir Ísland að mæta Ungverjalandi í júni, þar sem allir sigrar landsliðsins gegn Ungverjum hafa komið í þeim mánuði.

Þegar flautað verður til leiks í stórleik Íslands og Ungverjalands á Evrópumótinu í knattspyrnu á morgun, verður það í ellefta skipti sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum í karlaflokki.

Ísland og Ungverjaland léku í fyrsta sinn árið 1988 og þá unnu Ungverjar örugglega, 3:0. 

Íslendingum hefur reyndar ekki gengið nógu vel í þessum tíu leikjum, þar sem Ungverjar hafa unnið sjö leiki en þrisvar sinnum hefur Ísland náð að vinna.

Það gerðist í þremur leikjum í röð á árunum 1992–1995 og sú skemmtilega staðreynd blasir við, að allir leikirnir fóru fram í júnímánuði. Það ætti því að gefa góð fyrirheit fyrir leikinn á morgun.

Sigurleikir Íslands gegn Ungverjalandi:

3. júní 1992.    1:2 í Ungverjalandi. Þorvaldur Örlygsson (51), Hörður Magnússon (73)

16. júní 1993.  2:0 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson (13), Arnór Guðjohnsen (77)

11. júní 1995.  2:1 á Laugardalsvelli. Guðni Bergsson (61), Sigurður Jónsson (68)

Reyndar hefur einn leikur tapast í júní en það gerðist 4. júní 2005 á Laugardalsvelli, þegar Ungverjar unnu 2:3. Eiður Smári Guðjohnsen og Kristján Örn Sigurðsson skoruðu mörkin í þeim leik.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað tvö mörk gegn Ungverjum.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur skorað tvö mörk gegn Ungverjum. mbl.is/Golli

 Gott að EM er ekki haldið á haustmánuðum

Ungverjar hafa unnið Ísland 7 sinnum í 10 leikjum og virðast vera betur í stakk búnir að leika seint á haustin en íslensku strákarnir.

4. maí 1988.      3:0

21. sept. 1988   0:3

11. sept 1995    1:0

7. sept 2002      0:2

8. sept 2004      3:2        Eiður Smári (39), Indriði Sigurðsson (78)

4. júní 2005      2:3         Eiður Smári (18), Kristján Örn Sigurðsson (69)

10. ágúst 2011  4:0

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin