Dauðfegnir þegar ég hætti

Lars Lagerbäck á fundinum í dag.
Lars Lagerbäck á fundinum í dag. AFP

Lars Lagerbäck sagði á fréttamannafundi í Annecy í dag að íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu yrðu eflaust dauðfegnir þegar hann hætti störfum.

Lars dregur sig í hlé að Evrópukeppninni lokinni og héðan í frá gæti því hver leikur orðið hans síðasti með liðið. Ef England slær Ísland út í sextán liða úrslitunum á mánudagskvöldið verður það því kveðjuleikurinn eftir að hafa stýrt liðinu frá ársbyrjun 2012.

Hann var spurður talsvert um sinn feril á Íslandi af erlendum fréttamönnum á fundinum og hvernig hann hefði unnið með íslensku landsliðsmennina. „Ég vil alltaf hafa mjög skýrar vinnureglur, innan vallar sem utan. Ég fór rækilega yfir það á fyrsta fundinum á sínum tíma og margoft eftir það. Við getum kallað þetta heilaþvott en ég kalla það jákvæðan heilaþvott! En sennilega verða leikmennirnir dauðfegnir þegar þeir losna við mig,“ sagði Lars og brosti.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin