Íslendingar í miklum minnihluta

Allianz Riviera leikvangurinn í Nice.
Allianz Riviera leikvangurinn í Nice. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Á bilinu 3.000-3.500 Íslendingar verða á meðal áhorfenda á Allianz Riviera-vellinum í Nice annað kvöld þegar Íslendingar og Englendingar eigast við í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

„Það hefði verið gott að hafa 10-15.000 Íslendinga á leiknum en UEFA verður að finna lausn á því hvernig það dreifir miðunum þegar kemur að útsláttarkeppninni,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi í Nice í dag.

Leikvangurinn tekur rúmlega 35.000 áhorfendur og verða stuðningsmenn enska liðsins í miklum meirihluta en þeir gætu orðið 20-25 þúsund.

Milli 8 og 12 þúsund stuðningsmenn íslenska liðsins voru á leikjunum í riðlakeppninni, gegn Ungverjum í Saint-Étienne, Portúgölum í Marseille og í leiknum á móti Austurríki í París.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin