Kári sagði þetta ekki

Kári Árnason fagnar sigrinum í gær.
Kári Árnason fagnar sigrinum í gær. AFP

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason varð fyrir barðinu á afar óvönduðum vinnubrögðum fjölmiðlamanna ef það voru í raun slíkir sem skrifuðu þau ummæli sem Kári átti að hafa sagt um Englendinga eftir glæstan sigur Íslands á liðinu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu.

Kári sá sér skiljanlega fært að árétta það að hann hefði ekki sagt neitt þessu líkt.

Sagði Kári á Twitter í dag.

Ummælin að neðan eru í besta falli hlægileg og ljóst að líklega myndu fáir haga sér eins og lýst er hér að neðan í lauslegri þýðingu mbl.is:

„Ensku leikmennirnir vanvirtu okkur algjörlega. Joe Hart öskraði að leikmönnum: „Við þurfum að gera betur en þetta gegn Frakklandi“ og „við getum ekki tapað fyrir þessu liði, þeir eru skítlélegir“ í leikmannagöngunum, Harry Kane spurði hvort að þeir væru úr leik ef þeir töpuðu. Hvernig geturðu ekki vitað það? Vanvirðing þeirra hvatti okkur áfram,“ er hluti af því sem Kári átti að hafa sagt.

Kári Árnason og Raheem Sterling í leik Íslands og Englands …
Kári Árnason og Raheem Sterling í leik Íslands og Englands í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MARS

Útsláttarkeppnin