„Höfum við ekki hæfileikana til að vinna Ísland?“

Leikmenn Englands voru vonsviknir eftir tapið á mánudag.
Leikmenn Englands voru vonsviknir eftir tapið á mánudag. AFP

Fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, Steven Gerrard, segir að óttinn við að mistakast eftir slæmt gengi á undanförnum stórmótum grafi undan enska liðinu á stórmótum eins og EM í knattspyrnu.

Gerrard telur að England muni ekki læra af tapinu vandræðalega gegn Íslandi á meðan leikmenn finni fyrir miklilli pressu að heiman. „Ég samþykki það ekki að vandamálið sé að enskir knattspyrnumenn séu ekki nógu góðir,“ skrifaði Gerrard í pistli í Daily Telegraph.

„Þetta er alltaf sama sagan þegar við föllum úr leik á stórmóti. Leikmenn eru ofmetnir og úrvalsdeildin er alls ekki jafn góð og margir halda fram. Það er bull. Er fólk að segja að við höfum ekki hæfileikana til að vinna Ísland? Að við höfum tapað fyrir þeim vegna þess að íslensku leikmennirnir og þeirra deild sé betri en okkar?“

Gerrard telur að England hafi tapað leiknum á mánudag vegna slæmra ákvarðana og vegna þess að leikmenn hafi einfaldlega orðið hræddir. „Þegar England lenti marki undir hafa margir leikmenn hugsað um hvaða afleiðingar tap myndi hafa í för með sér.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin