Pogba þakkar fyrir víkingafagnið

Paul Pogba og félagar fögnuðu sigrinum á Þýskalandi með svipuðum …
Paul Pogba og félagar fögnuðu sigrinum á Þýskalandi með svipuðum hætti og Íslendingar höfðu gert á EM. AFP

Paul Pogba sendi Íslendingum kveðju á Instagram-síðu sinni eftir að hafa fagnað sigrinum á Þýskalandi með liðsfélögum sínum í franska landsliðinu, og stuðningsmönnum, með sams konar hætti og Íslendingar höfðu gert á EM.

Frönsku leikmennirnir klöppuðu saman höndum með stuðningsmönnum, rétt eins og þeir höfðu séð Íslendinga gera í 5:2-sigri Frakklands á Íslandi í átta liða úrslitum. Þetta svokallaða „víkingafagn“, sem kom til Íslands í gegnum Silfurskeiðina, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, frá Motherwell í Skotlandi fyrir tveimur árum, hefur vakið mikla athygli líkt og frammistaða íslenska landsliðsins innan vallar á EM.

„Góða kvöldið allir saman. Íslendingar eiga hrós skilið fyrir þeirra stórkostlegu fagnaðarlæti sem veittu innblástur,“ skrifaði Pogba á Instagram-síðu sína, í lauslegri þýðingu.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BHlLayfA2yS/" target="_blank">Bonne nuit a tous 👊🏿 good evening everyone @equipedefrance #fiersdetrebleus #firstneverfollows #euro2016 and respect for Iceland and their amazing inspiring celebration</a>

A video posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 7, 2016 at 5:47pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. APRÍL

Útsláttarkeppnin