Tvö prósent eru nóg fyrir okkur

„Maður er bara með þetta íslenska hugarfar og alltaf tilbúinn í fyrsta leik,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sem er mætt á sitt fyrsta stórmót, Evrópumótið í knattspyrnu í Hollandi.

Gunnhildur sleit krossband í hné og missti af EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Hún hefur hins vegar fengið sífellt stærra hlutverk í landsliðinu síðustu misseri og kom við sögu í öllum leikjum undankeppninnar.

Útlit er fyrir að Gunnhildur verði í byrjunarliði Íslands gegn Frökkum annað kvöld.

„Frakkar eru með mjög góða einstaklinga og við höfum farið mjög vel yfir þær. Þjálfarastaffið er búið að gera mjög góða hluti í að undirbúa okkur. En þó að þær séu með betri einstaklinga en við þá höfum við alltaf liðsheildina, sem getur oft unnið,“ sagði Gunnhildur við mbl.is á hóteli íslenska landsliðsins í Ermelo í gær.

Fyrirtækið Gracenote, sem sérhæfir sig í gagnaúrvinnslu tengdri íþróttum, birti í gær niðurstöðu sína um hvaða lið væru líklegust til að landa Evrópumeistaratitlinum. Líkurnar á að Ísland vinni mótið voru þar sagðar tvö prósent, en aðspurð hvað Gunnhildur telji Ísland geta komist langt segist hún ekki vilja horfa of langt fram í tímann.

„Tvö prósent eru nóg fyrir okkur. Því minna því betra fyrir okkur. Það er þá engin pressa á okkur, pressan er á þeim. Við ætlum í þennan leik við Frakka eins og alla aðra, með íslenska hugarfarið, varnarleik og skipulag, og þá er allt hægt,“ sagði Gunnhildur.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin