Bronsið færir Berge góða uppbót

Christian Berge fær ágæta launauppbót ef norska landsliðið vinnur leikinn …
Christian Berge fær ágæta launauppbót ef norska landsliðið vinnur leikinn um 3. sætið á EM í Póllandi í dag. AFP

Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik karla, fær veglega launauppbót ef norska landsliðið vinnur króatíska landsliðið í leiknum um bronsið á EM í handknattleik á eftir. Tapi Norðmenn leiknum gengur uppbótin Berge úr greipum.

Norskir fjölmiðlar greina frá því að Berge fá 75.000 norskar krónur, jafnvirði rétt rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna, aukagreiðslu ofan á laun sín ef norska landsliðið vinnur leikinn um bronsið á EM í Póllandi. Flautað verður til leiks klukkan 14. 

Hver leikmaður norska landsliðsins mun fá svipaða upphæð hver í sinn hlut fyrir bronsverðlaun auk þess sem aðstoðarmenn Berge fá einnig uppbót á laun sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert