Curbishley: Þarf að róa Eggert aðeins

Alan Curbishley og Eggert Magnússon bíða spenntir eftir viðureign West …
Alan Curbishley og Eggert Magnússon bíða spenntir eftir viðureign West Ham við Manchester United á morgun. Reuters

Alan Curbishley, nýráðinn knattspyrnustjóri West Ham, sagði við enska fjölmiðla í dag að félagið hefði spurst fyrir um sterka leikmenn sem það hefði hug á að fá til sín í janúar. Jafnframt þyrfti hann líklega að róa stjórnarformanninn, Eggert Magnússon, aðeins.

Curbishley stjórnar West Ham í fyrsta skipti á morgun þegar liðið tekur á móti toppliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Rætt hefur verið um að West Ham ætli að reyna að fá Shaun Wright-Phillips lánaðan frá Chelsea í janúar. „Ég veit að félagið hefur gert fyrirspurnir, og þær hafa verið stórar. En ef liðið heldur áfram að tapa leikjum verður erfiðara að laða nýja leikmenn til okar.

Ég hef fundið hjá Eggerti að hann er mjög ýtinn og vill að hlutirnir gangi hratt fyrir sig. Kannski þarf ég að róa hann aðeins, en hann vill fyrst og fremst að félagið verði sigursælt," sagði Curbishley.

Sjá einnig Enski boltinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert