Cristiano Ronaldo: Framtíðin óljós

Ronaldo í leik með Portúgölum gegn Brasilíumönnum í gærkvöld.
Ronaldo í leik með Portúgölum gegn Brasilíumönnum í gærkvöld. Reuters

Portúgalski landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, sagði við spænska blaðamenn eftir landsleik Portúgala og Spánverja á Emirates velllinum í gærkvöld að framtíð sín sé óráðin en að undanförnu hafa borist af fregnir af því að spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid séu að undirbúa risatilboð í Ronaldo sem er samningsbundinn Manchester United til 2010.

,,Það er ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér og ég veit ekkert hvar ég verð eftir hálft ár ár. Það eina sem ég hugsa um er að halda áfram því sem ég hef verið að gera og markmiðið er að bæta sig enn frekar," sagði Ronaldo, sem bar fyrirliðabandið hjá Portúgölum þegar þeir lögðu Brasilíumenn, 2:0.

Ronaldo hefur farið á kostum með liði Manchester United á leiktíðinni og á stærstan þátt í að liðið hefur sex stiga forskot á Chelsea. Hann hefur skorað 15 mörk í úrvalsdeildinni og hefur lagt upp mörg mörk fyrir félaga sína. Forráðamenn United segja ekki koma til greina að selja Portúgalann og þeir eru sagðir ætla bjóða honum nýjan og betri samning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert