Stórsigur Charlton gegn West Ham í fallslagnum

Alan Pardew stýrði Charlton til stórsigurs gegn fyrrum lærisveinum sínum …
Alan Pardew stýrði Charlton til stórsigurs gegn fyrrum lærisveinum sínum í West Ham. Reuters

Charlton Athletic vann í dag stórsigur á West Ham, 4:0, í fallslagnum mikla í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór á The Valley, heimavelli Charlton. Liðið er nú með 23 stig en West Ham er með 20 og Watford 19. Fyrir ofan þau er Wigan með 26 stig.

Darren Ambrose kom Charlton yfir á 24. mínútu og Jerome Thomas bætti við marki tíu mínútum síðar. Darren Bent skoraði þriðja markið, 3:0, á 41. mínútu og úrslitin voru því nánast ráðin í hálfleik. Thomas innsiglaði síðan sigurinn með sínu öðru marki þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Hermann Hreiðarsson gat ekki leikið með Charlton vegna meiðsla og Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert