Ronaldo þorir ekki að láta sig detta í Róm

Cristiano Ronaldo fagnar einu marka Manchester United gegn Blackburn á …
Cristiano Ronaldo fagnar einu marka Manchester United gegn Blackburn á laugardaginn. Hann verður mikið í sviðsljósinu í Rómarborg. Reuters

Sálfræðistríð er nú í fullum gangi á milli Roma og Manchester United fyrir fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu sem fer fram í Rómarborg á miðvikudagskvöldið. Christian Panucci, varnarmaður Roma, hefur varað Cristiano Ronaldo við því að reyna einhver brögð og segir að Portúgalinn muni ekki þora að reyna að fiska vítaspyrnur í Róm.

„Það er óumdeilt að Ronaldo er frábær fótboltamaður en hann ýkir alltaf þegar hann dettur og við munum ekki láta hann blekkja okkur. Hann hefur mikla hæfileika til að einleika en sóar þeim mjög, og dómarinn í leiknum mun gegna þýðingarmiklu hlutverki. Ronaldo mun ekki þora að láta sig detta í Róm," sagði Panucci.

Félagi hans, hinn brasilíski framherji Mancini, sagði: „Ég hef horft á leiki í ensku úrvalsdeildinni og Ronaldo er verndaður af dómurunum. Ég tel að svo verði ekki á miðvikudaginn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert