Ívar og Brynjar gætu spilað gegn Liverpool í kvöld

Brynjar Björn kemur væntanlega við sögu gegn Liverpool í kvöld.
Brynjar Björn kemur væntanlega við sögu gegn Liverpool í kvöld. Reuters

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í leikmannahópi Reading fyrir leik liðsins gegn Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld. Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading, heldur uppteknum hætti frá því í fyrra og hvílir marga lykilmenn í deildabikarnum en hann hefur þó í huga að nota Íslendingana sem báðir léku allan leikinn þegar Reading vann Wigan, 2:1, í úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool ætlar að hvíla marga leikmenn en er m.a. með Peter Crouch, Fernando Torres, Ryan Babel, Steve Finnan og Jamie Carragher í sínum hópi. Charles Itandje, nýi franski markvörðurinn, verður væntanlega í markinu hjá Liverpool.

Hópur Reading: Federici, Hahnemann, de la Cruz, Ívar, Bikey, Golbourne, Fae, Rosenior, Henry, Brynjar, Harper, Convey, Lita, Long, Doyle, Kitson, Halls, Duberry, Cisse.

Hópur Liverpool: Itandje, Arbeloa, Carragher, Hobbs, Hyypiä, Riise, Aurelio, Benayoun, Sissoko, Lucas, Leto, Insua, Crouch, Torres, Babel, Finnan, El Zahr, Darby, Martin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert